Hoppa yfir valmynd

UMBREYTING AÐ GRÆNNI FRAMTÍÐ

Við eflum, hvetjum og styðjum íslensk stjórnvöld og atvinnulíf í loftslagsvegferðinni

Í dag er nær öll raforkuframleiðsla Íslands frá endurnýjanlegum orkugjöfum en um 70% kemur frá vatnsafli en 30% frá jarðvarma. Þá á um 90% frumorkunotkunar uppruna sinn frá endurnýjanlegum orkugjöfum sem er einstakt á heimsvísu.

Munar þar mest um jarðhitann sem notaður er til upphitunar húsa og telur um 70% af heildar frumorkunotkun, vatnsorkan telur um 20% en restin, um 10%, er innflutt olía sem notuð er til samgangna að mestu leiti.

Framsýni Íslendinga á nýtingu jarðvarma og virkjunar vatnsaflsins skilar því að raforkukerfi Íslands er með eitt lægsta kolefnissporið í heiminum og það sama má segja um húshitun. Framsýnin og frumkvöðlastarfsemi Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku hefur leitt af sér starfsemi og verkefni um allan heim. Sérþekkingin er einstök og ekki bundin við íslenskar aðstæður heldur nýtanleg á heimsvísu. Þá hafa sprottið upp fjöldi nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtækja í kringum þá þekkingu sem er til staðar hérlendis með nýjar lausnir sem styðja við og stuðla að nýrri nálgun í nýjum heimi. 

Umbreyting að grænni framtíð

Við eflum, hvetjum og styðjum íslensk stjórnvöld og atvinnulíf í loftslagsvegferðinni

Stjórn og starfsfólk

Employee
NÓTT THORBERG

Forstöðumaður Grænvangs

Employee
SANDRA RÁN ÁSGRÍMSDÓTTIR

Verkefnastjóri, Grænvangur