LOFTSLAGSVÆNN REKSTUR
Fyrsta skrefið fyrir fyrirtæki sem vilja tileinka sér umhverfis- og loftslagsvænan reksturer að setja raunhæf markmið og skilgreina hvernig standi til að ná þeim.
Þessi þrjú einföldu skref stuðla að loftslagsvænni rekstri:
1. Skilgreina og lágmarka óþarfa losun (lágmörkun)
- Mæla losun
- Skilgreina og lágmarka
2. Draga sem mest úr losun (samdráttur)
- Mæla losun
- Skilgreina aðgerðir til samdráttar
3. Jafna út það sem eftir stendur (jöfnun)
- Jafna út óhjákvæmilega losun
- Leitast við að nýta vottaða kolefnisjöfnun
Til að lágmarka losun þarf fyrst að áætla hver losun fyrirtækis er.
Almenn skref – Lítil skref geta haft mikil áhrif
- Nota eingöngu umhverfisvottaðan pappír, ef nota skal pappír
- Endurvinna/endurnýta gamlan tölvubúnað
- Hvetja starfsfólk til að taka kjötlausan dag
- Flokka rusl
- Útrýma einnota ílátum (kaffibollar, glös, diskar o.s.frv.)
- Styðja og hvetja starfsfólk til góðra verka, t.d. með samgöngustyrkjum og fræðslu
- Notkun fjarfundarbúnaðar og fækkun funda í þrívídd bæði innanbæjar og erlendis
Orkusparnaður – fylgjast með orkunotkun húsnæðis, búnaðar og starfsmanna - Húshitun, lækka á ofnum og spara orku
- Lýsing, slökkva ljós í lok dags og nota sparperur
- Einangrun og ástand húsnæðis
- Slökkva á raftækjum sem eru ekki í notkun, kaupa orkunýtin heimilis- og raftæki
- Nota stiga frekar en lyftu