
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins skilgreinir stöðuna í hverri atvinnugrein og mótar tillögur til úrbóta.
Að gerð vegvísisins standa sex atvinnugreinafélög sem sameiginlega mynda Samtök atvinnulífsins, þ.e. Samtök ferðaþjónustunnar, Samorka, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu, sem og Bændasamtök Íslands. Grænvangur hefur annast verkefnisstjórn og ritstjórn vegvísisins

Kolefnishlutlaust Ísland 2040
Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir.
Grænvangur leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til að vinna að sameiginlegu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland 2040. Auk þess kynnir Grænvangur íslenskar grænar lausnir erlendis í samstarfi við Íslandsstofu undir merkjum Green by Iceland.