Hoppa yfir valmynd

Innlent samstarf 

Grænvangur er samstarfsvettvangur og kjarni framþróunar í loftslagsmálum. Við eflum, hvetjum og styðjum stjórnvöld og atvinnulíf í umbreytingunni að grænni framtíð og betri heimi.  

Meginmarkmið Grænvangs innanlands er hraða allri vinnu við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis svo árangur Íslands verði í samræmi við lögfest markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 og einstakt tækifæri Íslands til að verða leiðtogi grænnar umbreytingar og sjálfbærni á heimsvísu.  

Við styðjum við, leiðum saman og eflum alla hagaðila í loftslagsvegferðinni. Hvetjum til samtals og þverfaglegs lausnamiðaðs samstarfs svo samstaða og samtakamáttur náist um farsælustu leiðirnar. Við leggjum áherslu á að virkja sköpunargleðina og styðja þannig við stóru skrefin svo árangur náist sem fyrst.  

Árlega stendur Grænvangur fyrir viðburðum, bæði fyrir félaga sem og opnum viðburðum gjarnan í samvinnu við aðra, þar sem tekin eru fyrir málefni og aðgerðir loftslagsmálanna sem stuðla að örari aðgerðum og árangri. Þess utan tekur Grænvangur þátt í umfjöllun innanlands og styður við bakland sitt meðal annars með umræðu á opinberum vettvangi og í fjölmiðlum. 

Erlent markaðsstarf 

Green By Iceland 

Í samstarfi við Íslandsstofu vinnur Grænvangur að því að kynna framlag Íslands í loftslagsmálum, endurnýjanlegri orku og grænum lausnum erlendis. Sú vinna fer fram undir markaðsverkefninu Green By Iceland en meginmarkið þess er að Ísland verði þekkt fyrir grænar lausnir og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Verkefninu er því sérstaklega ætlað að styðja við útflutning á grænum lausnum frá Íslandi og styðja þannig við nýja hugsun í nýjum heimi.  

Árlega tekur Green By Iceland þátt í eða stendur fyrir viðburðum og ráðstefnum á helstu markaðssvæðum Íslands. Lögð er áhersla á að sækja þau svæði sem eru áhugaverð fyrir íslensk fyrirtæki á sviði á orku og grænna lausna. Auk þess er reglulega tekið þátt í viðburðum um orkumál og grænar lausnir hjá sendiráðum Íslands um allan heim en samstarf er við utanríkisþjónustu Íslands um kynningarmál.    

Vefsíða Green by Iceland 

Heimstorg 

Íslandsstofa hefur umsjón með þjónustuborði atvinnulífsins sem rekur síðuna Heimstorg. Þar má finna upplýsingar um styrki og aðra fjármögnunarmöguleika sem standa íslenskum fyrirtækjum til boða. Má þar nefna Heimsmarkmiðasjóðinn og Uppbyggingarsjóð EES. 

Meira um Heimstorg