Hoppa yfir valmynd

Um Grænvang

Risavaxin græn umbreyting í átt að kolefnishlutleysi kallar á nýja hugsun og nýja nálgun. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda sem stuðlar að framþróun í loftslagsmálum og grænum lausnum. Við hvetjum til samtals og þverfaglegs lausnamiðaðs samstarfs svo samtakamáttur náist um farsælustu leiðirnar í átt að kolefnishlutleysi og sjálfbæru Íslandi.

Grænvangur var stofnaður árið 2019 sem samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir. Bakland Grænvangs samanstendur af íslenskum stjórnvöldum og leiðtogum atvinnulífsins í loftslagsmálum. Hlutverk Grænvangs er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og styðja við markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Grænvangur leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld í innlendum aðgerðum til að ná því sameiginlega markmiði. Auk þess styður Grænvangur við útflutning grænna lausna frá Íslandi með markaðsverkefninu Green by Iceland.

Stjórn Grænvangs er kosin á aðalfundi sem haldinn er árlega og er hún skipuð 5 fulltrúum atvinnulífsins og 5 fulltrúum frá hinu opinbera.  

Starfsfólk

Employee
Nótt Thorberg

Forstöðumaður Grænvangs

Employee
Hans Orri Kristjánsson

Verkefnastjóri, Grænvangur

Employee
Viktoría Alfreðsdóttir

Verkefnastjóri, Green by Iceland

Stjórn Grænvangs

Sigurður Hannesson

Formaður stjórnar Grænvangs og framkvæmdastjóri SI

Halla Sigrún Sigurðardóttir

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Guðmundur Þorbjörnsson

EFLA verkfræðistofa

Halla Hrund Logadóttir

Orkustofnun

Halldór Þorgeirsson

Loftslagsráð

Henný Hinz

Skrifstofa Forsætisráðherra

Hólmfríður Sigurðardóttir

Orkuveita Reykjavíkur

Ríkarður Ríkarðsson

Landsvirkjun

Sólveig Bergmann

Norðurál

Benedikt Höskuldsson

Utanríkisráðuneyti