Ársfundur Grænvangs 2025
3. september
Klukkan 14.00 til 16.00
Hátíðarsal Grósku
Á tímum örra breytinga og nýrra tækifæra ætlum við að ræða hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunninn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Fundurinn verður vettvangur fyrir hugmyndaauðgi, hagnýtar lausnir og innblástur til að takast á við áskoranir morgundagsins – saman.
Dagskrá
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og formaður stjórnar Grænvangs, býður gesti velkomna.
Samtal við Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og verndara Grænvangs.
„Crisis mindset: Learnings from the Danish National Energy Crisis Staff“
Nana Bule, fyrrum forstjóri Microsoft í Danmörku, segir frá samstarfshópi stjórnvalda og atvinnulífs, „Mere sol og vind på land,“ sem var 9 mánaða átaksverkefni sem hún stýrði og skilaði 27 tillögum til ríkisstjórnar Danmerkur í orkumálum. Hægt er að lesa meira um verkefnið hér
„The Danish Road for Making CCS a Reality: How the Danish Learnings Can Contribute to Iceland's CCS Strategy“
Katrine Thomsen, deildarstjóri rannsókna og jarðlaga hjá loftslags-, orku- og veituráðuneyti Danmerkur, segir okkur frá langtíma markmiðum og stefnumótun danska ríkisins í kolefnisstjórnun.
Hringborðsumræður þar sem íslensk áhrifafólk mun velta upp spurningum eins og hvert við erum komin í grænu umbreytingunni og hvert við stefnum? Hvað getum við íslendingar lært af öðrum? Hvernig við tryggjum samkeppnishæfni samhliða grænni umbreytingu? Hvernig tryggjum við samstarf og samtal atvinnulífs og stjórnvalda um málaflokkinn? Þátttakendur í hringborðsumræðunum verða:
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins
Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Sveinbjörn Finnsson, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar
Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brim
Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs, mun stýra umræðum
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flytur lokaorð.
Fundurinn fer fram bæði á ensku og íslensku. Boðið verður upp á túlkaþjónustu ensku fyrir þá sem ekki tala íslensku.
Að lokinni dagskrá bjóðum við fundargestum að þiggja léttar veitingar.
Fram munu koma:

Halla Tómasdóttir
Forseti Íslands

Jóhann Páll Jóhansson
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Sigurður Hannesson
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og formaður stjórnar Grænvangs

Nana Bule
Stjórnarformaður Carbfix

Katrine Thomsen
Deildarstjóri rannsókna og jarðlaga hjá loftslags-, orku- og veituráðuneyti Danmerkur

Jóhanna Klara Stefánsdóttir
Sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins

Jóna Bjarnadóttir
Framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun

Sigríður Margrét Oddsdóttir
Framkvæmastjóri Samtaka atvinnulífsins

Sveinbjörn Finnsson
Aðstoðarmaður ríkisstjórnar Íslands
Sveinn Margeirsson
Framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brim

Nótt Thorberg
Forstöðumaður Grænvangs

Hans Orri Kristjánsson
Verkefnisstjóri hjá Grænvangi