Hoppa yfir valmynd

Ísland hefur hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku af allri orkunotkun í heiminum

Framlag Íslands í loftlagsmálum

Stærstu áskoranir þjóða heims í loftslagsmálum snúa að orkuskiptum. Hvernig er mögulegt að skipta út því gríðarlega magni af jarðefnaeldsneyti, sem knýr öll hagkerfi heimsins, fyrir endurnýjanlega og hreina orku? Hvernig er hægt að framleiða rafmagn án kola og gass, hvernig er hægt að hita og kæla húsin, knýja samgöngutækin og reka framleiðslufyrirtækin?

Ísland er í sérstakri stöðu í þessum málum. Í byrjun síðustu aldar hófst rafvæðing landsins með virkjunum fallvatna og síðar með jarðhita. Nú hafa tilraunir með virkjun vindorku bæst við. Árangurinn er sá að 100 prósent af íslenskri raforku koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Sama á við um húshitun. 100 prósent af orku til húshitunar koma nú frá endurnýjanlegum orkugjöfum, langmest frá jarðhita.

Á fleiri sviðum hefur mikill árangur náðst. Losun gróðurhúsalofttegunda frá fiskiskipum dróst saman um ríflega fjórðung á milli áranna 2005 og 2018. Þetta tókst með betri stýringu veiða, betri hönnun skipa og þróun orkusparandi veiðarfæra.

Enn eru stór verkefni óleyst. Þau stærstu snúa að því skipta út því jarðefnaeldsneyti, sem enn er notað, fyrir græna orku. Rafvæðing einkabíla er komin á fulla ferð og verða hreinorkubílar vonandi sjálfsagður kostur á næstu árum. Orkuskipti flutningabíla og vinnuvéla taka lengri tíma. Þau munu þó væntanlega byggja á vetni, framleiddu með endurnýjanlegum orkugjöfum, eða öðru rafeldsneyti. Losun frá úrvinnslu úrgangs hefur lækkað hratt undanfarin ár, þótt enn sé margt óunnið. Losun frá landbúnaði hefur verið nokkuð stöðug í mörg ár og þar er kröftugra aðgerða þörf.

Losun frá orkusæknum iðnaði, svo sem álverum, er brot af því sem hún væri ef framleiðslan væri knúin með kola- eða gasorku, eins og viðtekið er í flestum öðrum löndum. Losun þessara fyrirtækja lýtur takmörkunum Evrópska viðskiptakerfisins og mun því lækka jafnt og þétt á næstu árum eins og það kerfi kveður á um.

Framlag erlendis

Ísland hefur frábæra sögu að segja. Þótt verkefnin séu næg og okkur sé lífsnauðsynlegt að takast á við þau eins hratt og mögulegt er, þá eru tækifærin líka fjölmörg.

Á mörgum sviðum höfum við þegar náð afar góðum árangri. Íslensk fyrirtæki hafa öðlast dýrmæta reynslu, sem við höfum deilt með öðrum þjóðum og tekið þátt í umfangsmiklum verkefnum til nýtingar endurnýjanlegrar orku víða um heim. Ef tölur um árangur í þeim verkefnum eru skoðaðar sést samdráttur í losun, sem er meiri en sem nemur allri losun Íslands. Eðlilega þarf að fara varlega í slíkan samanburð, en víst má telja að eitt mesta framlag Íslendinga í loftslagsmálum hafi orðið á erlendri grundu.

Þessi þróun heldur áfram. Fjöldi íslenskra fyrirtækja þróar nú og hefur þegar markaðssett fjölbreyttar lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, meðal annars með því að nýta lausnir hringrásarhagkerfisins. Margar þessara lausna gera hvort tveggja í senn. Annars vegar hjálpa þær okkur að takast á við þau verkefni sem enn eru óleyst. Hins vegar hjálpa þær öðrum þjóðum í sinni vegferð og auka um leið útflutning frá Íslandi og þar með gjaldeyrisöflun.

Grænar lausnir frá Íslandi fela í sér gríðarlega mikilvæg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, bæði þau sem nú þegar hafa aflað sér mikilvægrar þekkingar og reynslu og eins fyrir fyrirtæki í nýsköpun.

En þær geta á sama hátt orðið mikilvægt framlag Íslands til baráttunnar í loftslagsmálum á heimsvísu. Það er því til mikils að vinna að styðja við og kynna þær með öflugum og markvissum hætti.


Metnaðarfull markmið


Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir. Hann var stofnaður fyrir rúmu ári, einmitt í þeim tilgangi að tengja saman þessi tvö viðfangsefni. Erlendis vinnum við undir vörumerkinu Green by Iceland að því að kynna íslenskar, grænar lausnir og íslensku söguna sem á erindi við marga. Hér heima vinnur Grænvangur með atvinnulífinu að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og kynna þær lausnir sem í boði eru.

Verkefnin fram undan eru stór. Á næstu tíu árum þurfa Íslendingar eins og aðrar þjóðir að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísar­samkomulaginu. Til enn lengri tíma litið hefur Ísland einsett sér að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Þetta er metnaðarfullt markmið – en raunhæft í ljósi þess árangurs sem þegar hefur náðst og þeirrar vinnu sem er í gangi og áætluð er. Hugvit sem hér er til staðar, lausnir sem orðið hafa til og sú dýrmæta reynsla sem við höfum af endurnýjanlegum orkugjöfum og kolefnisbindingu sýna að Ísland getur enn frekar lagt sitt á vogarskálarnar til að efla grænar atvinnugreinar og sigrast á loftslagsvandanum. Við hjá Grænvangi hlökkum sannarlega til að taka þátt í því verkefni.

Greinin er eftir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumann Grænvangs. Hún birtist fyrst í Fréttabréfinu og er aðgengileg hér.

Aðrar fréttir

card thumbnail
Kapphlaup að kolefnishlutleysi

Í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow 2021 býður Breska sendiráðið á Ísl...

20. október 2021
card thumbnail
Krón­prins Dana kynnti sér Græna framtíð

Friðrik krónpins Dana heimsótti í gær margmiðlunarsýninguna Græna framtíð.

14. október 2021
card thumbnail
Græn framtíð lítur dagsins ljós

Samkomulag um fjármögnun Grænvangs til næstu fimm ára

21. september 2021
card thumbnail
Hringrásarhagkerfið – hlutverk okkar í að minnka sóun

Hvernig er hægt að stuðla að ábyrgri framleiðslu og neyslu þegar kemur að matvælum, fatnaði, by...

3. september 2021
card thumbnail
Engar samgöngur eftir áratug?

Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus.

9. ágúst 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir og umhverfisvænt kvótakerfi

Grænvangur, ásamt sjö atvinnugreinafélögum kynnti nýlega Loftslagsvegvísi atvinnulífsins.

13. júlí 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins - samvinna, orkuskipti og nýsköpun

Nýsköpun og fjárfesting á öllum sviðum atvinnulífsins eru mikilvægar forsendur árangurs í lofts...

28. júní 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins

Í dag var nýr Loftslagsvegvísir atvinnulífsins gefinn út og kynntur í Húsi atvinnulífsins. 

23. júní 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins - bein útsending

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins verður formlega kynntur miðvikudaginn 23.júní kl.15:00 í beinu...

22. júní 2021
card thumbnail
Útflutningur grænna lausna

Eitt stærsta framlag Íslendinga til loftslagsmála er útflutningur hugvits og grænna lausna.

11. júní 2021
card thumbnail
Plastið í atvinnulífinu - öll erindi eru nú aðgengileg á vefnum

Rafrænn viðburður um ábyrga plastnotkun í íslensku atvinnulífi fór fram 26.maí.

31. maí 2021
card thumbnail
Plastið í atvinnulífinu - lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð
17. maí 2021
card thumbnail
Hver verður loftslagsarfleifð okkar kynslóðar?

Íslenskt samfélag hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040 og jarðefnael...

7. maí 2021
card thumbnail
Vel heppnað Loftslagsmót 2021

Loftslagsmót fór fram með rafrænum hætti miðvikudaginn 21.apríl og tókst gríðarlega vel til.

26. apríl 2021
card thumbnail
Loftslagsmót – stefnumót um lausnir framtíðarinnar

Grænvangur, RANNÍS og EEN standa  nú fyrir Loftslagsmóti,  í samstarfi við Festu og Atvinnuvega...

16. apríl 2021
card thumbnail
Bill Gates, kófið og loftslagið

„Ísland er í kjörstöðu til að vera í forystu þeirra sem stefna í þá átt sem Bill Gates fjallar...

1. apríl 2021
card thumbnail
Framlag Íslands til Loftslagsvænni framtíðar

Ársfundur Grænvangs 2021 var haldinn 23. mars

24. mars 2021
card thumbnail
Taktu þátt í rafrænu loftslagsmóti 2021

Loftslagsmótið haldið í annað sinn

22. mars 2021
card thumbnail
Er jarðefnaeldsneytislaust Ísland prinsípmál eða pípudraumur?

Á öllum þessum sviðum þarf endurnýjanlega orku, svo um raunveruleg orkuskipti verði að ræða. Ís...

18. mars 2021
card thumbnail
Rafrænn viðskiptafundur Íslands og Tékklands á sviði nýsköpunar og grænna lausna

Íslenskar og tékkneskar tækninýjungar á sviði umhverfis- og loftslagsmála voru kynntar á rafræn...

18. mars 2021
card thumbnail
Íslenskar grænar lausnir kynntar í Evrópu

Íslenskar grænar lausnir voru í forgrunni á vefviðburði sem var haldinn í samstarfi milli sendi...

10. mars 2021
card thumbnail
Vetni – til hvers?

Ísland gæti orðið meðal fyrstu landa heims til að verða alfarið óháð jarðefnaeldsneyti.

14. janúar 2021
card thumbnail
Ís­land leiðandi í græn­um lausn­um með Green by Ice­land

Grænvangur setti enska vefsíðu sína í loftið með rafrænum kynningarviðburði

18. desember 2020
card thumbnail
Íslenskar grænar lausnir og tækifærin erlendis

Eitt stærsta framlag Íslands í loftslagsmálum er útflutningur sérfræðiþekkingar á sviði endurný...

16. desember 2020