Kynningarfundur um viðskiptasendinefnd Íslands á COP29
Þriðjudaginn 7. maí nk. kl. 8.30 til 10.
Höfuðstöðvar Arion Banka, Borgartún 19.
Aðildarríkjafundur og ráðstefna loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP) er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Undanfarin ár hefur Ísland sent viðskiptasendinefnd á COP, samhliða samninganefnd Íslands. Hlutverk viðskiptasendinefndar er að halda á lofti framlagi Íslands í loftslagsmálum, kynna Ísland og þær lausnir sem það hefur upp á að bjóða ásamt því að sækja þekkingu og reynslu hingað heim.
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið má nálgast hér. Á fundinum verður veitt innsýn inn í COP29, fyrirkomulag þátttöku atvinnulífsins og reynt að svara því hvort að þitt fyrirtæki eigi erindi á COP29.
Það er Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, sem heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar Íslands á COP29.
Húsið opnar kl. 8:30 og fundurinn hefst kl. 9:00. Viðburðinn má nálgast á Linkedin og Facebook.
Dagskrá fundar:
Opnun kynningarfundar
Forstöðumatður Grænvangs, Nótt Thorberg.
Þátttaka Íslands á loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna
Sérfræðingur hjá UOL og formaður samningasnefndar Ísland, Helga Barðardóttir.
Reynsla atvinnulífsins af COP28
Framkvæmdarstjóri GEORG – rannsóknarklasa í jarðvarma, Hjalti Páll Ingólfsson.
Sjónarhorn ungra umhverfissinna á mikilvægi vettvangsins
Forseti Ungra umhverfissinna, Finnur Ricart Andrason.
Praktískar upplýsingar um viðskiptasendinefnd Íslands
Verkefnastjóri hjá Grænvangi, Hans Orri Kristjánsson.
Verið öll velkomin!