Hoppa yfir valmynd

Myndir frá Ársfundi Grænvangs 2021

Framlag Íslands til loftslagsvænni framtíðar

Á ársfundi Grænvangs 2021 var fjallað um grunninn sem íslensk stjórnvöld, íslenskt atvinnulíf og Grænvangur hafa lagt að loftslagsvænni framtíð og mikilvægi þess að halda áfram á sömu braut til að skapa sjálfbæra framtíð með góðri samvinnu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði

,,Grænvangur er mikilvægur samstarfsaðili bæði hvað varðar þátttöku atvinnulífs í að stuðla að því að markmiði Íslands um samdrátt í losun og kolefnishlutleysi 2040 nái fram að ganga sem og auðvitað því mikilvæga starfi sem fer fram á erlendum vettvangi við að kynna árangur og sérfræðiþekkingu Íslendinga í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.”

 Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir og sinnir kynningarstarfi á framlagi Íslands til loftslagsmála á erlendri grundu. Auk þess tekur Grænvangur virkan þátt í að tengja íslenskt atvinnulíf og stjórnvöld saman til að ná sameiginlegu markmiði um kolefnishlutleysi 2040.

 Grænvangur vinnur nú að því að gefa út Loftslagsáætlun atvinnulífsins í samstarfi við atvinnugreinafélögin sex innan Samtaka atvinnulífsins, þau eru SAF, Samorka, SFF, SFS, SI, SVÞ og Bændasamtök Íslands. Loftslagsáætlun atvinnulífsins mun skrásetja núverandi stöðu hverrar greinar með tilliti til losunar og aðgerða, kortleggja tækifæri til úrbóta og setja fram ábendingar um aðgerðir sem myndu hvetja til frekari árangurs á þessu sviði.

Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Grænvangs og framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins sagði ,,með því að efla eftirspurn eftir íslenskri sérfræðiþekkingu erlendis, örvum við hagvöxt, sköpum eftirsótt störf og ýtum undir nýsköpun á þessu sviði en Íslendingar hafa nú þegar þróað loftslagslausnir sem skipta máli fyrir heiminn.”

 Íslandsstofa og Grænvangur vinna saman að því að kynna Ísland sem leiðandi land á sviði sjálfbærni í öflugu samstarfi við íslensku sendiráðin og íslensk fyrirtæki. Sérstök áhersla er lögð á sögu Íslendinga af sjálfbærri nýtingu endurnýjanlegrar orku og hringrásarlausnum undir formerkjum Green by Iceland.

Á ársfundinum sögðu íslenskar verkfræðistofur frá verkefnum sem þær hafa komið að á heimsvísu, þá sagði EFLA frá velgengni í Noregi sem byggist á framúrskarandi sérfræðiþekkingu og Mannvit og Verkís sögðu frá mikilvægum jarðhitaverkefnum í Afríku sem hafa bein áhrif á sjálfbæra þróun á heimsvísu. Verkefni sem íslensk fyrirtæki koma að erlendis hafa jákvæð áhrif á loftslagsmál og því getur kynning á íslenskum grænum lausnum stutt við alþjóðleg markmið um samdrátt í losun.

Upptöku af streyminu má nálg­ast hér:

Streymi af ársfundi Grænvangs 2021

Aðrar fréttir

card thumbnail
Kapphlaup að kolefnishlutleysi

Í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow 2021 býður Breska sendiráðið á Ísl...

20. október 2021
card thumbnail
Krón­prins Dana kynnti sér Græna framtíð

Friðrik krónpins Dana heimsótti í gær margmiðlunarsýninguna Græna framtíð.

14. október 2021
card thumbnail
Græn framtíð lítur dagsins ljós

Samkomulag um fjármögnun Grænvangs til næstu fimm ára

21. september 2021
card thumbnail
Hringrásarhagkerfið – hlutverk okkar í að minnka sóun

Hvernig er hægt að stuðla að ábyrgri framleiðslu og neyslu þegar kemur að matvælum, fatnaði, by...

3. september 2021
card thumbnail
Engar samgöngur eftir áratug?

Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus.

9. ágúst 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir og umhverfisvænt kvótakerfi

Grænvangur, ásamt sjö atvinnugreinafélögum kynnti nýlega Loftslagsvegvísi atvinnulífsins.

13. júlí 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins - samvinna, orkuskipti og nýsköpun

Nýsköpun og fjárfesting á öllum sviðum atvinnulífsins eru mikilvægar forsendur árangurs í lofts...

28. júní 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins

Í dag var nýr Loftslagsvegvísir atvinnulífsins gefinn út og kynntur í Húsi atvinnulífsins. 

23. júní 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins - bein útsending

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins verður formlega kynntur miðvikudaginn 23.júní kl.15:00 í beinu...

22. júní 2021
card thumbnail
Útflutningur grænna lausna

Eitt stærsta framlag Íslendinga til loftslagsmála er útflutningur hugvits og grænna lausna.

11. júní 2021
card thumbnail
Plastið í atvinnulífinu - öll erindi eru nú aðgengileg á vefnum

Rafrænn viðburður um ábyrga plastnotkun í íslensku atvinnulífi fór fram 26.maí.

31. maí 2021
card thumbnail
Plastið í atvinnulífinu - lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð
17. maí 2021
card thumbnail
Hver verður loftslagsarfleifð okkar kynslóðar?

Íslenskt samfélag hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040 og jarðefnael...

7. maí 2021
card thumbnail
Vel heppnað Loftslagsmót 2021

Loftslagsmót fór fram með rafrænum hætti miðvikudaginn 21.apríl og tókst gríðarlega vel til.

26. apríl 2021
card thumbnail
Loftslagsmót – stefnumót um lausnir framtíðarinnar

Grænvangur, RANNÍS og EEN standa  nú fyrir Loftslagsmóti,  í samstarfi við Festu og Atvinnuvega...

16. apríl 2021
card thumbnail
Bill Gates, kófið og loftslagið

„Ísland er í kjörstöðu til að vera í forystu þeirra sem stefna í þá átt sem Bill Gates fjallar...

1. apríl 2021
card thumbnail
Taktu þátt í rafrænu loftslagsmóti 2021

Loftslagsmótið haldið í annað sinn

22. mars 2021
card thumbnail
Er jarðefnaeldsneytislaust Ísland prinsípmál eða pípudraumur?

Á öllum þessum sviðum þarf endurnýjanlega orku, svo um raunveruleg orkuskipti verði að ræða. Ís...

18. mars 2021
card thumbnail
Rafrænn viðskiptafundur Íslands og Tékklands á sviði nýsköpunar og grænna lausna

Íslenskar og tékkneskar tækninýjungar á sviði umhverfis- og loftslagsmála voru kynntar á rafræn...

18. mars 2021
card thumbnail
Íslenskar grænar lausnir kynntar í Evrópu

Íslenskar grænar lausnir voru í forgrunni á vefviðburði sem var haldinn í samstarfi milli sendi...

10. mars 2021
card thumbnail
Vetni – til hvers?

Ísland gæti orðið meðal fyrstu landa heims til að verða alfarið óháð jarðefnaeldsneyti.

14. janúar 2021
card thumbnail
Ís­land leiðandi í græn­um lausn­um með Green by Ice­land

Grænvangur setti enska vefsíðu sína í loftið með rafrænum kynningarviðburði

18. desember 2020
card thumbnail
Íslenskar grænar lausnir og tækifærin erlendis

Eitt stærsta framlag Íslands í loftslagsmálum er útflutningur sérfræðiþekkingar á sviði endurný...

16. desember 2020
card thumbnail
Framlag Íslands í loftlagsmálum

Stærstu áskoranir þjóða heims í loftslagsmálum snúa að orkuskiptum.

9. desember 2020