Ársfundur Grænvangs - Taktu daginn frá!
Ársfundur Grænvangs fer fram þriðjudaginn 5. apríl kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík.
Þér er boðið á ársfund Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir.
Árangri í loftslagsmálum verður einungis náð með samhentu átaki samfélagsins í heild, þ.e. samvinnu atvinnulífs, stjórnvalda og almennings. Með samvinnu má tryggja að markmiðum verði náð og samhliða stuðlað að aukinni samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á alþjóðamörkuðum til lengri tíma litið.
Á fundinum munu fulltrúar atvinnulífs og stjórnvalda, taka til máls, m.a. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnarins, og Birta Kristín Helgadóttir, forstöðumaður Grænvangs.
Þá munu aðilar víða úr samfélaginu taka þátt í pallborðsumræðum um loftslagsmál frá ýmsum sjónarhornum.
Nánari dagskrá og skráning verður kynnt síðar.