Hoppa yfir valmynd

Jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2050

Er jarðefnaeldsneytislaust Ísland prinsípmál eða pípudraumur?

Í október síðastliðnum kynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, langtíma orkustefnu fyrir Ísland undir yfirskriftinni „Orkustefna til ársins 2050: Sjálfbær orkuframtíð.“

Eitt markmiða stefnunnar er að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050 og nái því marki fyrst allra landa.

Er þetta raunhæft markmið eða góðlátlegt grín? Til þess að átta sig á því er nauðsynlegt að skoða hvað þegar hefur áunnist og hvað er eftir.

Rafmagn

Fyrsta íslenska vatnsaflsvirkjunin var reist í Hafnarfirði árið 1904. Nú þykir svo sjálfsagt að 100% okkar raforku komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum að við veitum þeirri merkilegu staðreynd varla næga athygli. Þessi árangur er þó öfundarefni annarra landa.

Húshitun

Sama gildir um orku til húshitunar. 100% hennar kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum, eðlilega langmest frá jarðhita. Í flestum öðrum löndum er orka til húshitunar, sem og til kælingar þar sem það á við, uppspretta umtalsverðrar losunar.

Fólksbílar

Orkuskipti fólksbíla eru á fullri ferð. Rafbílar og tengiltvinnbílar voru helmingur nýskráðra fólksbíla á síðasta ári. Stöðugt koma á markað nýir, betri og öflugri bílar, sem draga lengra á hverri hleðslu. Að auki hefur kerfi hleðslustöðva um allt land verið byggt upp og er enn í vexti.

Flutningar á landi

Eitthvað lengra er í að flutningabílar verði almennt knúnir grænni orku. Þróunin er þó í fullum gangi.  Þar mun vetni og rafeldsneyti unnið úr vetni leika stórt hlutverk. Áhugaverðar fréttir um verkefni stórra fyrirtækja á þessu sviði berast reglulega.

Skip

Losun gróðurhúsalofttegunda frá fiskiskipum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Orkunotkun hefur minnkað hratt, einkum vegna bættrar veiðistýringar og fjölbreyttrar nýsköpunar í skipum og veiðarfærum. Framundan eru orkuskipti, sem munu taka tíma þar sem hinar tæknilegu lausnir eru enn í þróun. Einnig hér munu vetni og rafeldsneyti vera í öndvegi.

Flug

Flugvélaframleiðendur eru komnir á fulla ferð við þróun flugvéla sem ganga fyrir grænni orku að hluta eða öllu leyti. Fyrst um sinn verða vélarnar smáar og á stuttum vegalengdum, en þær munu stækka og eflast eftir því sem þróun miðar áfram. Þannig má búast við því að slíkir flugkostir muni gagnast íslensku innanlandsflugi innan fárra ára.

Já, þetta er hægt

Á öllum þessum sviðum þarf endurnýjanlega orku, svo um raunveruleg orkuskipti verði að ræða. Ísland er því í kjörstöðu til að ná hér árangri. Aðgengi hérlendis að endurnýjanlegum orkulindum í formi fallvatna, jarðhita og vinds kemur í beinu framhaldi af ríflega aldarlangri sögu okkar í nýtingu endurnýjanlegrar orku.

Verkefnin eru því bara tvenns konar: Þau sem búið er að leysa og þau sem eftir er að leysa. Reynslan af fyrri árangri ætti að hvetja til áframhaldandi vinnu og efla trú okkar á að þetta sé mögulegt.

Oft er sagt að við ofmetum það sem hægt er að gera á einu ári, en vanmetum það sem mögulegt er á áratug.

Hversu langt komumst við þá á þrjátíu árum?

Eggert Bene­dikt Guð­munds­son, for­stöðu­maður Grænvangs.

Greinin birt­ist í Við­skiptablaðinu 18.mars 2021

Aðrar fréttir

card thumbnail
Kapphlaup að kolefnishlutleysi

Í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow 2021 býður Breska sendiráðið á Ísl...

20. október 2021
card thumbnail
Krón­prins Dana kynnti sér Græna framtíð

Friðrik krónpins Dana heimsótti í gær margmiðlunarsýninguna Græna framtíð.

14. október 2021
card thumbnail
Græn framtíð lítur dagsins ljós

Samkomulag um fjármögnun Grænvangs til næstu fimm ára

21. september 2021
card thumbnail
Hringrásarhagkerfið – hlutverk okkar í að minnka sóun

Hvernig er hægt að stuðla að ábyrgri framleiðslu og neyslu þegar kemur að matvælum, fatnaði, by...

3. september 2021
card thumbnail
Engar samgöngur eftir áratug?

Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus.

9. ágúst 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir og umhverfisvænt kvótakerfi

Grænvangur, ásamt sjö atvinnugreinafélögum kynnti nýlega Loftslagsvegvísi atvinnulífsins.

13. júlí 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins - samvinna, orkuskipti og nýsköpun

Nýsköpun og fjárfesting á öllum sviðum atvinnulífsins eru mikilvægar forsendur árangurs í lofts...

28. júní 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins

Í dag var nýr Loftslagsvegvísir atvinnulífsins gefinn út og kynntur í Húsi atvinnulífsins. 

23. júní 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins - bein útsending

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins verður formlega kynntur miðvikudaginn 23.júní kl.15:00 í beinu...

22. júní 2021
card thumbnail
Útflutningur grænna lausna

Eitt stærsta framlag Íslendinga til loftslagsmála er útflutningur hugvits og grænna lausna.

11. júní 2021
card thumbnail
Plastið í atvinnulífinu - öll erindi eru nú aðgengileg á vefnum

Rafrænn viðburður um ábyrga plastnotkun í íslensku atvinnulífi fór fram 26.maí.

31. maí 2021
card thumbnail
Plastið í atvinnulífinu - lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð
17. maí 2021
card thumbnail
Hver verður loftslagsarfleifð okkar kynslóðar?

Íslenskt samfélag hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040 og jarðefnael...

7. maí 2021
card thumbnail
Vel heppnað Loftslagsmót 2021

Loftslagsmót fór fram með rafrænum hætti miðvikudaginn 21.apríl og tókst gríðarlega vel til.

26. apríl 2021
card thumbnail
Loftslagsmót – stefnumót um lausnir framtíðarinnar

Grænvangur, RANNÍS og EEN standa  nú fyrir Loftslagsmóti,  í samstarfi við Festu og Atvinnuvega...

16. apríl 2021
card thumbnail
Bill Gates, kófið og loftslagið

„Ísland er í kjörstöðu til að vera í forystu þeirra sem stefna í þá átt sem Bill Gates fjallar...

1. apríl 2021
card thumbnail
Framlag Íslands til Loftslagsvænni framtíðar

Ársfundur Grænvangs 2021 var haldinn 23. mars

24. mars 2021
card thumbnail
Taktu þátt í rafrænu loftslagsmóti 2021

Loftslagsmótið haldið í annað sinn

22. mars 2021
card thumbnail
Rafrænn viðskiptafundur Íslands og Tékklands á sviði nýsköpunar og grænna lausna

Íslenskar og tékkneskar tækninýjungar á sviði umhverfis- og loftslagsmála voru kynntar á rafræn...

18. mars 2021
card thumbnail
Íslenskar grænar lausnir kynntar í Evrópu

Íslenskar grænar lausnir voru í forgrunni á vefviðburði sem var haldinn í samstarfi milli sendi...

10. mars 2021
card thumbnail
Vetni – til hvers?

Ísland gæti orðið meðal fyrstu landa heims til að verða alfarið óháð jarðefnaeldsneyti.

14. janúar 2021
card thumbnail
Ís­land leiðandi í græn­um lausn­um með Green by Ice­land

Grænvangur setti enska vefsíðu sína í loftið með rafrænum kynningarviðburði

18. desember 2020
card thumbnail
Íslenskar grænar lausnir og tækifærin erlendis

Eitt stærsta framlag Íslands í loftslagsmálum er útflutningur sérfræðiþekkingar á sviði endurný...

16. desember 2020
card thumbnail
Framlag Íslands í loftlagsmálum

Stærstu áskoranir þjóða heims í loftslagsmálum snúa að orkuskiptum.

9. desember 2020