Hoppa yfir valmynd
video thumbnail

Stórfelld tækifæri eru fólgin í útflutningi grænna lausna frá Íslandi

Íslenskar grænar lausnir og tækifærin erlendis

Áhugi á loftslagsmálum hefur aukist mikið síðustu ár. Kallað er eftir grænni endurreisn hagkerfis heimsins eftir faraldurinn og stjórnvöld setja sér sífellt metnaðarfyllri markmið í von um að skapa sjálfbær samfélög til framtíðar.

Til að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi þarf að gjörbreyta framleiðsluháttum og neysluvenjum. Á heimsvísu er meira en 80% af frumorkuþörf enn mætt með jarðefnaeldsneyti og ljóst að það er ekki sjálfbært. Orkuþörf eykst jafnframt hratt vegna gríðarlegrar fólksfjölgunar, vaxandi millistéttar fjölmennra ríkja og aukinnar rafvæðingar í þróunarríkjum.

Það skiptir miklu máli að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku strax og mæta vaxandi orkuþörf á sjálfbæran máta.

Á sviði orkuskipta til rafmagnsframleiðslu og húshitunar hafa Íslendingar miðlað reynslu sinni erlendis með ráðgjöf og þátttöku í verkefnum út um allan heim. Frekari útflutningur slíkra grænna lausna er jákvæður fyrir Ísland og heiminn.

Grænvangur og Íslandsstofa munu nota vörumerkið Green by Iceland til markaðssetningar íslenskra, grænna lausna erlendis.

Meginmarkmið Green by Iceland er að Ísland verði þekkt fyrir grænar lausnir og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Til þess að ná meginmarkmiði sínu ætlar Green by Iceland að vinna að þremur undirmarkmiðum:

  • Að Ísland verði þekkt fyrir sjálfbæra nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda.
  • Að Ísland verði þekkt fyrir markmið sitt um að verða kolefnishlutlaust fyrir 2040.
  • Að auka vitund um sérfræðiþekkingu Íslendinga í að minnka kolefnislosun með nýtingu endurnýjanlegrar orku og hringrásarlausna.

Hringrásarlausnir nýta auðlindir betur en tíðkast almennt. Íslendingar standa framarlega í fullnýtingu sjávarafurða og fjölnýtingu jarðvarma.

Lögð verður áhersla á að kynna sérfræðiþekkingu Íslendinga á fjórum sviðum til útflutnings: Í nýtingu jarðvarma og vatnsafls, uppsetningu raforkumannvirkja og nýsköpun á sviði bindingar, nýtingar og förgunar kolefnis. Ísland hefur skapað sér gott orðspor á þessum sviðum.

Á morgun, fimmtudag, kynnir Grænvangur vörumerkið á streymisviðburðinum Green by Iceland og tækifærin fram undan, íslenskar, grænar lausnir geta skipt sköpum í baráttunni við loftslagsvána. Ný vefsíða lítur dagsins ljós með leitarvél sem heldur utan um íslenskar grænar lausnir til útflutnings, upplýsingar um íslenska orkuþekkingu og nýsköpun, auk hringrásarsagna úr atvinnulífi og umfjöllun um metnaðarfullt markmið Íslands um Kolefnishlutleysi 2040.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur ávarp og opnar nýjan vef Green by Iceland. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Grænvangs, og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs, flytja einnig erindi. Þá verður vefurinn kynntur ásamt innslögum frá Orkuklasanum, Carbfix, Landsvirkjun og sendiráðum Íslands í Kína, Japan, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Við hvetjum áhugasama til að fylgjast með viðburðinum og taka þátt í öflugu markaðsstarfi næstu ára.

Greinin er eftir Kömmu Thordarson verkefnastjóra. Hún birtist upphaflega í Fréttablaðinu og má nálgast hér.

Kynningarviðburður Green by Iceland

Aðrar fréttir

card thumbnail
Krón­prins Dana kynnti sér Græna framtíð

Friðrik krónpins Dana heimsótti í gær margmiðlunarsýninguna Græna framtíð.

14. október 2021
card thumbnail
Græn framtíð lítur dagsins ljós

Samkomulag um fjármögnun Grænvangs til næstu fimm ára

21. september 2021
card thumbnail
Hringrásarhagkerfið – hlutverk okkar í að minnka sóun

Hvernig er hægt að stuðla að ábyrgri framleiðslu og neyslu þegar kemur að matvælum, fatnaði, by...

3. september 2021
card thumbnail
Engar samgöngur eftir áratug?

Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus.

9. ágúst 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir og umhverfisvænt kvótakerfi

Grænvangur, ásamt sjö atvinnugreinafélögum kynnti nýlega Loftslagsvegvísi atvinnulífsins.

13. júlí 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins - samvinna, orkuskipti og nýsköpun

Nýsköpun og fjárfesting á öllum sviðum atvinnulífsins eru mikilvægar forsendur árangurs í lofts...

28. júní 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins

Í dag var nýr Loftslagsvegvísir atvinnulífsins gefinn út og kynntur í Húsi atvinnulífsins. 

23. júní 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins - bein útsending

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins verður formlega kynntur miðvikudaginn 23.júní kl.15:00 í beinu...

22. júní 2021
card thumbnail
Útflutningur grænna lausna

Eitt stærsta framlag Íslendinga til loftslagsmála er útflutningur hugvits og grænna lausna.

11. júní 2021
card thumbnail
Plastið í atvinnulífinu - öll erindi eru nú aðgengileg á vefnum

Rafrænn viðburður um ábyrga plastnotkun í íslensku atvinnulífi fór fram 26.maí.

31. maí 2021
card thumbnail
Plastið í atvinnulífinu - lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð
17. maí 2021
card thumbnail
Hver verður loftslagsarfleifð okkar kynslóðar?

Íslenskt samfélag hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040 og jarðefnael...

7. maí 2021
card thumbnail
Vel heppnað Loftslagsmót 2021

Loftslagsmót fór fram með rafrænum hætti miðvikudaginn 21.apríl og tókst gríðarlega vel til.

26. apríl 2021
card thumbnail
Loftslagsmót – stefnumót um lausnir framtíðarinnar

Grænvangur, RANNÍS og EEN standa  nú fyrir Loftslagsmóti,  í samstarfi við Festu og Atvinnuvega...

16. apríl 2021
card thumbnail
Bill Gates, kófið og loftslagið

„Ísland er í kjörstöðu til að vera í forystu þeirra sem stefna í þá átt sem Bill Gates fjallar ...

1. apríl 2021
card thumbnail
Framlag Íslands til Loftslagsvænni framtíðar

Ársfundur Grænvangs 2021 var haldinn 23. mars

24. mars 2021
card thumbnail
Taktu þátt í rafrænu loftslagsmóti 2021

Loftslagsmótið haldið í annað sinn

22. mars 2021
card thumbnail
Er jarðefnaeldsneytislaust Ísland prinsípmál eða pípudraumur?

Á öllum þessum sviðum þarf endurnýjanlega orku, svo um raunveruleg orkuskipti verði að ræða. Ís...

18. mars 2021
card thumbnail
Rafrænn viðskiptafundur Íslands og Tékklands á sviði nýsköpunar og grænna lausna

Íslenskar og tékkneskar tækninýjungar á sviði umhverfis- og loftslagsmála voru kynntar á rafræn...

18. mars 2021
card thumbnail
Íslenskar grænar lausnir kynntar í Evrópu

Íslenskar grænar lausnir voru í forgrunni á vefviðburði sem var haldinn í samstarfi milli sendi...

10. mars 2021
card thumbnail
Vetni – til hvers?

Ísland gæti orðið meðal fyrstu landa heims til að verða alfarið óháð jarðefnaeldsneyti.

14. janúar 2021
card thumbnail
Ís­land leiðandi í græn­um lausn­um með Green by Ice­land

Grænvangur setti enska vefsíðu sína í loftið með rafrænum kynningarviðburði

18. desember 2020
card thumbnail
Framlag Íslands í loftlagsmálum

Stærstu áskoranir þjóða heims í loftslagsmálum snúa að orkuskiptum.

9. desember 2020