Umsóknarfrestur um þátttöku í viðskiptasendinefnd í viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 rennur út 31. maí nk.
Tuttugasti og níundi aðildaríkjafundur og ráðstefna loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember í ár. Fulltrúar úr íslensku atvinnulífi hafa undanfarin ár sótt ráðstefnuna með það að markmiði að sækja sér þekkingu, ræða loftslagslausnir, efla tengsl og koma á auknu alþjóðlegu samstarfi í grænu umskiptunum. Grænvangur leiðir þátttöku viðskiptasendinefndar Íslands á COP29 í góðu samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
Nú styttist í að umsóknarfrestur fyrir umsóknir um þátttöku í viðskiptasendinefnd á COP29 renni út. Umsóknarfresturinn er til 31. maí nk. og við hvetjum öll fyrirtæki til að kynna sér COP29 og viðskiptasendinefnd.
Hvernig er sótt um?
Sótt er um þátttöku í viðskiptasendinefnd í rafrænni umsókn. Í henni er óskað eftir upplýsingum um fyrirtækið, rökstuðningi fyrir þátttöku og markmiðum þess á COP29.
Hægt er að nálgast umsóknina hér.
Hvar get ég fengið nánari upplýsingar?
Á heimasíðu Grænvangs (graenvangur.is) má finna ítarlegri upplýsingar um COP29, umsóknarferlið og viðskiptasendinefnd. Það er líka velkomið að hitta okkur í Grænvangsteyminu og fá nánari kynningu á viðburðinum og viðskiptasendinefnd. Upplýsingar veitir Hans Orri Kristjánsson, verkefnastjóri innlends samstarfs hjá Grænvangi á netfanginu hans@green.is eða í síma 696-9321.