Úr viðjum plastsins er aðgerðaáætlun um plastmálefni. Grænvangur er ábyrgur fyrir aðgerð um ábyrga notkun plasts í atvinnulífinu og var markmiðið með þessum viðburði að hvetja atvinnulífið til að draga úr notkun plasts og auka hlut endurunnins plasts.
Hægt er að nálgast öll erindin með því að smella hér.
Dagskráin er hér að neðan ásamt hlekk á hvert erindi fyrir sig.
Ávarp - Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
Sögur úr atvinnulífinu
Framleiðendur í fararbroddi í skilum og endurvinnslu - Einar Magnússon, forstjóri CCEP
Ein jörð, einn sjór - Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri samfélagsábyrgðar, nýsköpunar og fjárfestatengsla hjá BRIM
Engin ein einföld lausn - Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar
Fróðleiksmolar úr kerfinu
Erindið um það sem er bannað - Gró Einarsdóttir, Sérfræðingur á sviði loftlagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun
Úrvinnslusjóður – hagrænir hvatar - Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs
Greiðum götu hringrásarhagkerfisins með samræmdum merkingum - Eygerður Margrétardóttir, formaður FENÚR
Jákvæð verkefni og lausnir
Fyrstu skrefin í átt að hringrásarhagkerfinu - Börkur Smári Kristinsson, rannsókna- og þróunarstjóri Pure North Recycling
Plastlaus september - breytum til hins betra - Þórdís V. Þórhallsdóttir, fræðslustjóri hjá Plastlausum september
Til viðbótar við þessi flottu erindi má nálgast áhugavert myndband frá Plastplan en þeir sérhæfa sig í endurvinnslu plastefna, hönnun og fræðslu.
Er þetta gamla skyrdósin þín? - Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson
Allt um plastaðgerðaráætlun stjórnvalda, Úr viðjum plastsins, má nálgast hér.