Hoppa yfir valmynd

Loftslagsmót var haldið af Grænvangi og RANNÍS í samstarfi við Festu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Loftslagsmót var haldið í annað skiptið þann 21.apríl síðastliðinn, en um er að ræða stefnumót fyrirtækja og stofnana um nýsköpun og lausnir á sviði loftslagsmála.

Á mótinu komu saman 90 aðilar frá ólíkum fyrirtækjum og stofnunum sem tóku þátt í um 100 fundum og var ánægja meðal þátttakenda mikil.

"Það var góð stemming á Loftlagsmóti Grænvangs á síðasta vetrardag. Ég tók þátt í fjölda stuttra funda með áhugaverðu fólki og myndaði mikilvæg tengsl. Það var einfalt að skrá sig og flytjast á milli funda sem skiptir miklu máli þegar maður vill nýta tímann vel. Vel skipulagt, skilvirkt og skemmtilegt. Ætla sannarlega að taka þátt að ári." Vilborg Einarsdóttir, Bravo.Earth.

"Það var ánægjulegt og árangursríkt að taka þátt í Loftlagsmótinu. Við kynntumst lykilfólki sem vinnur á sviði umhverfisverndar og nýsköpunar hérna á Íslandi. Þátttakan gaf okkur góða innsýn í þeirra viðfangsefni og við hjá Meniga gátum miðlað því sem við erum að gera. Okkur bíður það skemmtilega verkefni að vinna úr nokkrum góðum tækifærum til samstarfs sem komu í ljós á mótinu." Jón Heiðar Ragnheiðarson, Meniga.

"Loftslagsmótið er góð leið til að tengjast fyrirtækjum og fólki sem er á vegferð í átt að sjálfbærni og loftslagsvænni framtíð. Sem ráðgjafi hitti ég einkum fólk sem vantar stuðning á sinni vegferð en einnig aðila með flottar lausnir. Ég og mitt teymi hjá EY áttum marga skemmtilega fundi. Við nýttum tímann vel og vorum með fulla dagskrá. Þetta fyrirkomulag er góð leið til að víkka tengslanetið og ég sé fram á samstarf í framhaldinu eins og varð raunin í fyrra vor. Þá mátti heilsast með olnbogunum fyrir fund en rafræna fyrirkomulagið var ekki síðra."  Snjólaug Ólafsdóttir, EY.

Að loknu Loftslagsmóti mætti Birta Kristín Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Grænvangi í Samfélagið á Rás 1 til að ræða loftslagsmótið nánar og má nálgast viðtalið í heild sinni hér fyrir áhugasama.

Það er nokkuð ljóst að mikill áhugi er á því að nýta vettvang sem þennan til að styðja við fyrirtæki, stofnanir og aðra í leit að samstarfi á sviði loftslagsmála og grænna lausna og er stefnt að því að halda Loftslagsmót árlega.

Grænvangur, RANNÍS, Festa og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir og hlakka til að hittast aftur á Loftslagsmóti eigi síðar en að ári liðnu.

Aðrar fréttir

card thumbnail
Kapphlaup að kolefnishlutleysi

Í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow 2021 býður Breska sendiráðið á Ísl...

20. október 2021
card thumbnail
Krón­prins Dana kynnti sér Græna framtíð

Friðrik krónpins Dana heimsótti í gær margmiðlunarsýninguna Græna framtíð.

14. október 2021
card thumbnail
Græn framtíð lítur dagsins ljós

Samkomulag um fjármögnun Grænvangs til næstu fimm ára

21. september 2021
card thumbnail
Hringrásarhagkerfið – hlutverk okkar í að minnka sóun

Hvernig er hægt að stuðla að ábyrgri framleiðslu og neyslu þegar kemur að matvælum, fatnaði, by...

3. september 2021
card thumbnail
Engar samgöngur eftir áratug?

Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus.

9. ágúst 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir og umhverfisvænt kvótakerfi

Grænvangur, ásamt sjö atvinnugreinafélögum kynnti nýlega Loftslagsvegvísi atvinnulífsins.

13. júlí 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins - samvinna, orkuskipti og nýsköpun

Nýsköpun og fjárfesting á öllum sviðum atvinnulífsins eru mikilvægar forsendur árangurs í lofts...

28. júní 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins

Í dag var nýr Loftslagsvegvísir atvinnulífsins gefinn út og kynntur í Húsi atvinnulífsins. 

23. júní 2021
card thumbnail
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins - bein útsending

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins verður formlega kynntur miðvikudaginn 23.júní kl.15:00 í beinu...

22. júní 2021
card thumbnail
Útflutningur grænna lausna

Eitt stærsta framlag Íslendinga til loftslagsmála er útflutningur hugvits og grænna lausna.

11. júní 2021
card thumbnail
Plastið í atvinnulífinu - öll erindi eru nú aðgengileg á vefnum

Rafrænn viðburður um ábyrga plastnotkun í íslensku atvinnulífi fór fram 26.maí.

31. maí 2021
card thumbnail
Plastið í atvinnulífinu - lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð
17. maí 2021
card thumbnail
Hver verður loftslagsarfleifð okkar kynslóðar?

Íslenskt samfélag hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040 og jarðefnael...

7. maí 2021
card thumbnail
Loftslagsmót – stefnumót um lausnir framtíðarinnar

Grænvangur, RANNÍS og EEN standa  nú fyrir Loftslagsmóti,  í samstarfi við Festu og Atvinnuvega...

16. apríl 2021
card thumbnail
Bill Gates, kófið og loftslagið

„Ísland er í kjörstöðu til að vera í forystu þeirra sem stefna í þá átt sem Bill Gates fjallar...

1. apríl 2021
card thumbnail
Framlag Íslands til Loftslagsvænni framtíðar

Ársfundur Grænvangs 2021 var haldinn 23. mars

24. mars 2021
card thumbnail
Taktu þátt í rafrænu loftslagsmóti 2021

Loftslagsmótið haldið í annað sinn

22. mars 2021
card thumbnail
Er jarðefnaeldsneytislaust Ísland prinsípmál eða pípudraumur?

Á öllum þessum sviðum þarf endurnýjanlega orku, svo um raunveruleg orkuskipti verði að ræða. Ís...

18. mars 2021
card thumbnail
Rafrænn viðskiptafundur Íslands og Tékklands á sviði nýsköpunar og grænna lausna

Íslenskar og tékkneskar tækninýjungar á sviði umhverfis- og loftslagsmála voru kynntar á rafræn...

18. mars 2021
card thumbnail
Íslenskar grænar lausnir kynntar í Evrópu

Íslenskar grænar lausnir voru í forgrunni á vefviðburði sem var haldinn í samstarfi milli sendi...

10. mars 2021
card thumbnail
Vetni – til hvers?

Ísland gæti orðið meðal fyrstu landa heims til að verða alfarið óháð jarðefnaeldsneyti.

14. janúar 2021
card thumbnail
Ís­land leiðandi í græn­um lausn­um með Green by Ice­land

Grænvangur setti enska vefsíðu sína í loftið með rafrænum kynningarviðburði

18. desember 2020
card thumbnail
Íslenskar grænar lausnir og tækifærin erlendis

Eitt stærsta framlag Íslands í loftslagsmálum er útflutningur sérfræðiþekkingar á sviði endurný...

16. desember 2020
card thumbnail
Framlag Íslands í loftlagsmálum

Stærstu áskoranir þjóða heims í loftslagsmálum snúa að orkuskiptum.

9. desember 2020