Verkefnastjóri fyrir innlent markaðsstarf Grænvangs
Við leitum að öflugum verkefnastjóra til að leiða verkefni um innlent samstarf á vegum Grænvangs sem styðja við metnaðarfull markmið Íslands í loftslagsmálum og til að taka þátt í uppbyggingu og mótun Grænvangs í nánu samstarfi við forstöðumann og starfsmenn vettvangsins og samstarfsaðila hérlendis.
Við leitum að einstaklingi í hlutverk verkefnastjóra innlends samstarfs sem býr yfir mikilli samskiptafærni og hæfni í faglegri nálgun á samvinnu við hagaðila, reynslu af stjórnun viðskipta- og almannatengsla og samstarfi í þverfaglegu umhverfi atvinnulífs og/eða stjórnsýslu. Æskilegt er að verkefnastjóri þekki vel til helstu þátta árangursríkrar verkefnastýringar sem og reynslu af utanumhaldi flókinna verkefna og áætlana.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móta og efla innlent samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum á Íslandi.
- Skipulagning, undirbúningur og framkvæmd innlendra samstarfsverkefna, viðburða og útgáfu Loftslagsvegvísis atvinnulífsins fyrir hönd Grænvangs, með það að leiðarljósi að tengja samstarfsaðila saman, miðla upplýsingum, skapa sameiginlega yfirsýn og efla samtal milli stjórnvalda og atvinnulífs sem og annarra haghafa.
- Mótun verkefna og áherslna og samræmd aðferðafræði í verkefnastjórn hverju sinni í samvinnu við forstöðumann og aðra starfsmenn.
- Skipuleggur móttöku gesta á Græna framtíð, sýningu Grænvangs og Íslandsstofu og sér um útgáfa fréttabréfs Grænvangs og samfélagsmiðla hérlendis.
- Stuðningur við markaðssókn Green by Iceland eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af alþjóðlegum vettvangi er kostur.
- Framúrskarandi enskukunnátta. Góð önnur tungumálakunnátta er kostur.
- Hugmyndaauðgi og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Færni til að vinna vel í teymi og hugsa um árangur heildarinnar.